Myndir

Vígsla Þjóðleikhússins

Óskar Gíslason, 1950, 10 min., Tal

Myndefni frá vígslu Þjóðleikhússins árið 1950. Boðsgestir mæta í sínu fínasta pússi en þó nokkur mannfjöldi hefur safnast saman á Hverfisgötunni til að verða vitni að þessum tímamótum í íslenskri menningu. Sýnt er frá hátíðardagskrá. Formaður þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, flutti ávarp en Páll Ísólfsson stjórnaði tónlistarflutningi, lesnar voru upp kveðjur og færðar gjafir. Fyrsta leikverkið sem sett var á svið var Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson en hann hafði verið ötull baráttumaður fyrir byggingu Þjóðleikhússins. Í lokin má sjá myndefni af Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra við störf á skrifstofu sinni.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk