Myndskeið

Korpúlfstaðir

0:39 min, Þögul

Myndir af Korpúlfstaðir. Korpúlfsstaðir eru jörð í Reykjavík kenndir við Korpúlf bónda sem getið er í Kjalnesinga sögu. Jörðin varð eign Viðeyjarklausturs á miðöldum og varð síðan konungseign. Thor Jensen keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni en Einar hafði eignast jörðina í arfskiptum eftir föður sinn Benedikt. Thor reisti þar núverandi hús og fullkomið mjólkurbú sem lagðist af vegna mjólkursölulaganna 1934, en þó nokkuð seinna. Reykjavíkurborg keypti eignina af Thor árið 1942 og reyndi mjólkurbúskap. Húsnæðið var notað sem geymsla, meðal annars fyrir málverk í eigu borgarinnar. Mikið skemmdist þar í bruna 18. janúar 1969. Korpuskóli var á Korpúlfsstöðum frá 1999 - 2005. Í þeim hluta sem skólinn var starfræktur eru nú vinnustofur listamanna ásamt aðsöðu til myndlistarkennslu. Þar er nú aðsetur fyrir listamenn. Um landið rennur Úlfarsá.

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk