Myndir

Ræktunarsamband Kjalarnesþings

26 min., Þögul

Mynd sem Kjartan gerði fyrir Ræktunarsamband Kjalarnesþings þar sem skjalfest var vinna við jarðrækt á svæðinu og framræsingu lands. Mosfellssveit kemur einnig töluvert við sögu.
Í myndinni sjást meðal annars Kollafjörður, Esjan, Kiðagil í Kjós, Meðalfellsvatn og Botnsvogur í Hvalfirði. Þá eru fjöldamörg myndskeið af stórvirkum vinnuvélum, til að mynda sjást Jarðýta og GMC trukkur sem dregur vagn með jarðýtu á. Skurðgrafa grefur skurði á Kjalarnesi. Jarðýta dregur plóg og önnur með diskaherfi. Mosfellssveit. Willys jeppi R ekur í hrauninu fyrir ofan Vífilstaði. Korpúlfstaðir. Rakstrarvél á Korpúlfsstöðum. Reykjalundur og Félagsheimilið Hlégarður í Mosfellssveit. Gamla símstöðin í Mosfellssveit. Gljúfrasteinn. Drengur færir kálfum mjólk í fötu. Hænsnabú. Kýr í haga á Kjalarnesi. Brautarholt á Kjalarnesi. Félagsheimilið félagsgarður í Kjós og Bautasteinn í Hvalfirði. 
 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk