
Dönsku konungshjónin Friðrik 9. Danakonungur og Ingiríður Danadrottning koma í opinbera heimsókn til Íslands 10. apríl árið 1956. Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir taka á móti konungshjónunum á Reykjavíkurflugvelli. Myndir af föruneytinu við Listasafn Einars Jónssonar þar sem Bjarni Jónsson, bróðir Einars Jónssonar, og Anna Marie Mathilde Jörgensen, ekkja Einars, taka á móti þeim. Bessastaðir heimsóttir.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Land
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina