Opinber heimsókn forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur til Keflavíkur í júní árið 1955. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, og Valtýr Guðjónsson, bæjarstjóri Keflavíkur, taka á móti þeim. Þá heilsa forsetahjónin bæjarfógetafrúnni, Vigdísi Jakobsdóttur og bæjarstjórafrúnni, Elínu Þorkelsdóttur. Gengið er fylktu liði í skrúðgarðinn þar sem móttökuhátíð hefst. Að henni lokinni er Keflavíkurkirkja heimsótt, Séra Björn Jónsson stendur fyrir utan kirkjuna. Ýmsar byggingar bæjarins skoðaðar: Sjúkrahúsið, barnaskólinn í Keflavík, gagnfræðaskólinn, sundhöll Keflavíkur og hafnarsvæði Keflavíkur.
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina