Myndir

Ísafjörður 100 ára

1966, 11 min., Þögul

Myndefni frá Ísafirði frá árinu 1966 þegar bærinn fagnaði 100 ára afmæli sínu 16. og 17. júlí, 1966. Myndin hefst á vetrarmyndum úr bænum og af skíðasvæðum bæjarbúa í Seljalandsdal og Tungudal. Síldarvinnsla ásamt svipmyndum af bænum áður en hátíðarhöldin hefjast. Myndir af mannfjölda, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þar á meðal. Fólk búið að tjalda á tjaldsvæði bæjarins. Sigurður Kristjánsson Prófastur og Sigurbjörn Einarsson biskup flytja ræður. Sýning á sjóskíðum á Pollinum. Skrúðganga í blíðvirði og Björgvin Sighvatsson forseti bæjarstjórnar flytur ræðu, Birgir Finnsson alþingismaður Vestfirðinga flytur aðalhátíðarræðuna. Sunnukórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnar syngur. Bjarni Benediktsson flytur ræðu og að því loknu fulltrúar vinabæja Ísafjarðar á Norðurlöndunum sem færðu bænum gjafir. Brynjólfur Jóhannesson flytur gamanþátt. Fimleikaflokkur úr Ármanni sýnir listir sínar. Guðmundur Jónsson og Svala Nilsen syngja og þjóðdansar dansaðir. Þjóðbúningasýning á vegum Kvenfélagsins Hlífar. Myndefnið er ekki í tímaröð miðað við dagskrá hátíðahaldanna.

Kommentarer

Sigurður Fri, 09/06/2024 - 14:55

Í upphafi er skíðasvæðið á seljalandsdalur ekki tungudal

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk