Myndir

Kjartan Ó. Bjarnason kvikmyndir 17

13 min., Þögul
DA

Kjartan Ó. Bjarnason var fyrsti Íslendingurinn til að gera kvikmyndagerð að aðalstarfi þegar hann hætti sem prentari árið 1945. Kjartan skyldi ekki eftir sig margar fullbúnar kvikmyndir með titlum en eftir hann liggur þó mikið efni. Hann fluttist til Danmerkur og aflaði sér tekna með því að ferðast um Danmörku, og víðar, þar sem hann sýndi kvikmyndir frá Íslandi og talað yfir þær. Þá fór hann margar sýningaferðir um Ísland en þær nýtti hann einnig til að taka upp frekara efni til sýninga ytra.
Þeir bútar úr kvikmyndum Kjartans sem hér um ræðir eru meðal annars af knattspyrnuleik á  Melavellinum í Reykjavík 4. júlí árið 1938. Þýskt lið (úrvalslið stúdenta) kom hingað til lands og þennan dag lék liðið gegn úrvalsliði Reykjavíkur (Reykjavíkurúrval). Útvarpslýsendur lýsa leiknum mögulega í beinni útsendingu – útsending af leiknum var auglýst í útvarpinu þennan dag. Þýska liðið lék einnig gegn Val og Víkingi og tvo aðra leiki við íslenskt úrvalslið, þann fyrsta 27. júní 1938.
Skrúðganga í Reykjavík hinn 18. júní 1944, daginn eftir lýðveldisstofnun. Stúdentar og Skátar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Verkamannafélagið Dagsbrún, Sjómannafélag Íslands. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Verkamannafélagið Hlíf. Verkakvennafélagið Framsókn. Þvottakvennafélagið Freyja. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Iðnskólinn Reykjavík. Múrarafélag Reykjavíkur. Óljóst í tilefni hvers skrúðgangan var - engin kröfuspjöld en það útilokar ekki 1. maí.
1950 landskeppni við Danmörku á Melavellinum. Gunnar Huseby kastar kringlu. Sveinn Björnsson forseti og Erlendur Ó. Pétursson formaður KR.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk