Myndir

Kjartan Ó. Bjarnason kvikmyndir 3

Kjartan Ó. Bjarnason, 61 min., Þögul

Kjartan Ó. Bjarnason var fyrsti Íslendingurinn til að gera kvikmyndagerð að aðalstarfi þegar hann hætti sem prentari árið 1945. Kjartan skyldi ekki eftir sig margar fullbúnar kvikmyndir með titlum. Hann fluttist til Danmerkur og aflaði sér tekna með því að ferðast um Danmörku, og víðar, þar sem hann sýndi kvikmyndir frá Íslandi og talað yfir þær. Þá fór hann margar sýningaferðir um Ísland en þær nýtti hann einnig til að taka upp frekara efni til sýninga ytra.

Í þeim bútum úr kvikmyndum Kjartans sem hér má sjá eru m.a. tveir stórviðburðir í Íslandssögunni; óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949 og Surtseyjargosið árið 1963. Á myndunum er einnig að finna hluta af kvikmynd Kjartans sem bar heitið Íslenzkar stúlkur þar sem íslenskar konur sjást við ýmis störf um miðja 20. öld. 
Marga aðra skemmtilega búta má finna s.s. sundkennsla barna, norskur þjóðdansaflokkur á Þingvöllum um 1960 og skíðamót á Siglufirði á sjöunda áratugnum.
 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk