16 mm. filmur bárust Kvikmyndasafni Íslands frá Borgarsögusafni og kemur myndefnið væntanlega upprunalega frá einhverjum grunnskóla Reykjavíkur. Myndefnið virðist vera frá því í kring um 1960. Í myndunum má sjá krakka leika sér í búningum. Hópur stráka setur á svið bardaga í Rauðhólum þar sem sjá má m.a. kúreka og riddara með sverð og skildi. Köttur er sleginn úr tunnu við húsvegg.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina