Myndir

Íslandsmynd Sambandsins

1939, 69 min., Þögul

Samband íslenskra samvinnufélaga lét gera myndina. Myndin lýsir árshring mannlífsins í gamla bændasamfélaginu frá vori og fram á vetur. Sýnt er hvernig akrar eru plægðir, korni sáð og kálplöntur gróðursettar. Einnig er skorið torf, hestur járnaður og nautgripum hleypt úr fjósi að vori. Kona mjólkar geitur í stekk. Refir og yrðlingar í refabúi. Sýnt er frá æðavarpi við grýtta strönd, sem og egg og hreiður ýmissa fugla, m.a. hrafnsungar á nokkrum laupum. Fé er rekið saman og rúið. Ullin er þvegin og breidd til þerris. Myndskeið úr Gefjun ullarverksmiðju samvinnumanna og af saumastofu Gefjunar. Kýr mjólkaðar í fjósi og sýnt frá vinnslu afurða á borð við mysuost og rjómaost í mjólkurbúi. Þá er sýndur sauðburður og vinna við heyskap. Myndir af jarðhitasvæðum og gróðurhús með tómötum vínberjum og afskornum blómum. Stangaveiði í straumharðri á. Myndir frá sjávarútvegi og síldarsöltun. Reykjarský liggur yfir bænum og höfninni. Sjóflugvél lendir á haffletinum. Ræktun og uppskera á kartöflum, rófum og fleira grænmeti. Tilraunir með kornrækt. Göngur og réttir með tilheyrandi hamagangi. Myndefni úr sláturhúsi og af kjötafurðum til útflutnings. Sýnd sútun á skinnum, leðurvinna og skósmíði. Fallegt landslag á mismunandi árstíma, m.a. frá Mývatni, Skógafossi og Geysi.

 

 

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk