Myndir

Úr Safni Sigurðar Guðmundssonar ljósmyndara

1948, 48 min., Þögul

Systurnar Sigríður og Guðný Sigurðardætur færðu Kvikmyndasafni Íslands til varðveislu 16 mm. kvikmyndir sem faðir þeirra, Sigurður Guðmundsson ljósmyndari, tók á fyrri hluta 20 aldar. Sigurður fæddist þann 14. ágúst 1900 og lést árið 1984.  Í safni Sigurðar má m.a. finna stórstúkuferð um Norðurland, óbyggðaferð í Landmannalaugar, myndefni frá Reykjavíkurhöfn, Snæfellsnesi og Akranesi. Einnig fékk að fylgja með persónulegra myndefni, svo sem frá fjölskylduútilegu í Þjórsárdal, þar sem farið er í leiki og dansað við undirleik harmónikku. Síðasta myndskeiðið sýnir heimilislegt jólakvöld með fjölskyldu og vinum.

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk