Myndir

Slökkviliðsæfing 1906

1906, 3 min., Þögul

Myndskeið frá Slökkviliðsæfingu í Reykjavík árið 1906. Slökkviliðsæfingin er elsta varðveitta kvikmyndin sem tekin hefur verið upp hér á landi. Það var Þóra Höberg Petersen tengdadóttir Bíópetersens gamla sem fann frummyndina í Kaupmannahöfn og var hún var afhent Kvikmyndasafni Íslands árið 1982. Talið er að myndin sé tekin upp af danska kvikmyndatökumanninum Alfred Lind, sem var staddur hér á landi til að aðstoða Bíópetersen við að koma fyrsta kvikmyndahúsi Íslands á laggirnar.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk