Myndir

Slökkviliðsæfing 1906

1906, 3 min., Þögul

Myndskeið frá Slökkviliðsæfingu í Reykjavík árið 1906. Slökkviliðsæfingin er elsta varðveitta kvikmyndin sem tekin hefur verið upp hér á landi. Það var Þóra Höberg Petersen tengdadóttir Bíópetersens gamla sem fann frummyndina í Kaupmannahöfn og var hún var afhent Kvikmyndasafni Íslands árið 1982. Talið er að myndin sé tekin upp af danska kvikmyndatökumanninum Alfred Lind, sem var staddur hér á landi til að aðstoða Bíópetersen við að koma fyrsta kvikmyndahúsi Íslands á laggirnar.

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk