Myndir

Reykjavík og Hveradalir

1950, 16 min., Þögul

Úr kvikmyndasafni Hannesar Pálssonar. Myndefni frá höfninni í Reykjavík, Hljómskálagarðinum og fleiri stöðum í höfuðborginni. Einnig sjást skemmtileg myndskeið frá skíðasvæðinu í Hveradölum. Hannes Pálsson fæddist 9. október 1924 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur 1944 til að læra ljósmyndun hjá Sigurði Guðmundssyni ljósmyndara. Hannes starfaði og rak ljósmyndastofu undir eigin nafni allan sinn starfsaldur. Hann var einnig oft með ljósmyndastofur víða á landsbyggðinni, einkum á Patreksfirði og Bíldudal. Á yngri árum ferðaðist hann mikið með Farfuglum, Páli Arasyni og fleirum í allskyns óbyggðaferðum, sérstaklega á staði sem lítt hafði verið farið á áður. Myndin var tekin um miðbik 20. aldar.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk