Myndir

Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson í Vestmannaeyjum

1953, 25 min., Þögul

Ýmsar myndir frá Vestmannaeyjum, meðal annars sjómannadagsgleði, lúðrasveit, þjóðhátíð í Herjólfsdal, brúðkaup og fallegar loftmyndir af eyjunum.

Sveinn Björnsson forseti heimsækir Vestmannaeyjar í fyrsta sinn í ágúst árið 1944. Sveinn stoppaði stutt við en fékk höfðinglegar móttökur frá bæjarbúum, í forsvari fyrir þá voru Sigfús Johnsen bæjarfógeti og Hinrik Jónsson bæjarstjóri. Skrúðganga og Sveinn sést svo flytja ræðu af svölum samkomuhússins. Eftir ræðuna hélt Sveinn aftur um borð í varðskipið Ægi áleiðis til Norðfjarðar.

Ásgeir Ásgeirsson kom í heimsókn til Vestmannaeyja 3. júlí 1955 ásamt konu sinni frú Dóru Þórhallsdóttur. Mikill mannfjöldi tók á móti forsetahjónunum og bauð Torfi Jóhannsson bæjarfógeti þau velkomin. Gengið var fylktu liði upp að samkomuhúsi þar sem Ásgeir flutti ræðu. Kirkjan og sundlaugin voru meðal annars heimsótt. Ásgeir flaug svo burtu daginn eftir, en varðskipið Þór, sem hafði komið með hann þurfti frá að hverfa og því flogið með forsetahjónin aftur upp á land.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk