Myndir

1. maí 1942

1942, 7 min., Þögul

Mikið fjölmenni hefur safnast saman í miðbæ Reykjavíkur þann 1. maí 1942. Kröfugangan fer um Lækjargötu og Vonarstræti og ber göngufólkið rauða fána og fána ýmissa verkalýðsfélaga. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og forystufólk verkalýðsins heldur ræður. Meðal þeirra eru Sigurjón Guðnason, Hannes Stephensen úr verkalýðsfélaginu Dagsbrún í Reykjavík, Jóhanna Egilsdóttir frumkvöðull í verkalýðsbaráttu kvenna og Björn Bjarnason formaður Iðju.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk