Myndir

Öræfaferð

1950, 36 min., Þögul

Um 40 manns á 3 farþegabílum og trússbifreið fór í ferð um öræfi að fjallabaki í september 1950. Dr. Trausti Einarsson og Einar Magnússon rektor skipulögðu ferðina en bílstjórar voru Guðmundur Jónasson, Ingimar Ingimarsson og Páll Arason. Lagt var upp frá Reykjavík og farið um Tungnársvæðið um óbyggðir og ófærur. Oft þurfti að stoppa til fjarlægja grjót eða finna vað og ferðin tók marga daga, Gist var í tjöldum og stundum var veiddur silungur í matinn. Sören Sörenson kvikmyndatökumaður var með í ferð og tók  litmynd í ferðinni. Náttúrufegurðin að fjallabaki er óborganleg.

 

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk