Kvikmynd sem Fiskimálanefnd réð Guðmund Kamban til að gera árið 1935 um atvinnuvegi og þjóðlíf á Íslandi. Myndin er sú fyrsta sem kostuð er af opinberum aðilum á Íslandi eftir mikla gagnrýni sem erlendar myndir um Ísland fengu á sig fyrir að sýna landið í misgóðu ljósi. Kamban réði hinn þýska Paul Burkert til að sinna kvikmyndatöku myndarinnar. Vegna vankunnáttu hans og óánægju Fiskimálanefndar var myndin líklega aldrei sýnd opinberlega.
Sjá má meðal annars myndefni frá höfninni í Reykjavík, saltfiskverkun, merkar byggingar og mannvirki, þvottalaugarnar í Laugardal, Geysi, Strokk, ylrækt í Hveragerði, kálgarða, refabú og kornrækt. Komið er víða við á landinu svo sem á Hvanneyri, Akureyri, Ásbyrgi og Siglufirði.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina