Svipmyndir frá ýmsum stöðum í Danmörku, Noregi og Íslandi. Kjartan ferðaðist mikið til að sýna kvikmyndir sínar og nýtti hann ferðirnar yfirleitt til að taka nýtt efni sem hann gat svo sýnt í næstu sýningarferð. Hér sjáum við meðal annars Börsen turninn á Kauphöllinni í Kaupmannahöfn, listdans á skautum, Esbjerg og Skjern. Fágætar myndir af Kjartani í Danmörku, bæði í almenningsgarði og þar sem hann stendur við glugga. Spennandi myndir af fólki í sólbaði og sundi í Vesturbæjarlaug og mönnum að síga í björg á Íslandi. Miðaldahátíð í Danmörku og börn að baða sig í vatni.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Efnisorð
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina