Myndir

Vorið er komið

1959, 28 min., Tal

Mynd Ósvaldar Knudsen, Vorið er komið, sýnir líf og störf í íslenskri sveit að vori og sumri. Torf er skorið, það er plægt, sauðfénu er smalað í réttir og ærnar rúnar. Á sveitabænum eru líka hestar, hundar og kettir. Sýnt er frá búleik barna með leggi og skeljar. Fylgst er með ungum smala sem gætir ánna og rekur þær heim í sel þar sem þær eru mjólkaðar. Þá er sýnt varp ýmissa fuglategunda, landslag og gróður, refur og yrðlingar. Textasmiður og þulur myndarinnar var Kristján Eldjárn. Tónlistin er byggð á gömlum þjóðvísum en útsett af Allan og Ingibjörgu Blöndal Stenning.

Lestu hér

Kommentarer

Sigurður Hálfdanarson Hjarðarbóli Thu, 12/31/2020 - 17:11

Fráfærnamyndin er mest öll tekin í Garði í Aðaldal.
Þar má sjá Benedikt Baldvinsson bónda í Garði , Benedikt Sigurðson bónda á Hjarðarbóli ,Skarpéðinn Guðmundsson bónda í Garði , Skapta Benediktsson ráðunaut í Garði , og mjaltakonurnar eru Guðný Benedikdsdóttir Garði og Guðrún Jónsdóttir Hjarðarbóli og fleiri væri sjálfsagt hægt að nafngreina.
torfbærinn sem mjaltafólkið kemur út úr er Þverárbærinn í Laxárdal.

Kvikmyndasafn Íslands Wed, 02/24/2021 - 16:25

Sigurður Hálfdánarson hafði sambandi við Ísland á filmu og benti á að á 16. mínútu megi sjá Laxá í Aðaldal og að almennt sé myndin klippt úr myndefni að norðan og sunnan sitt á hvað. Gaman að því.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk