Myndir

Vorið er komið

1959, 28 min., Tal

Mynd Ósvaldar Knudsen, Vorið er komið, sýnir líf og störf í íslenskri sveit að vori og sumri. Torf er skorið, það er plægt, sauðfénu er smalað í réttir og ærnar rúnar. Á sveitabænum eru líka hestar, hundar og kettir. Sýnt er frá búleik barna með leggi og skeljar. Fylgst er með ungum smala sem gætir ánna og rekur þær heim í sel þar sem þær eru mjólkaðar. Þá er sýnt varp ýmissa fuglategunda, landslag og gróður, refur og yrðlingar. Textasmiður og þulur myndarinnar var Kristján Eldjárn. Tónlistin er byggð á gömlum þjóðvísum en útsett af Allan og Ingibjörgu Blöndal Stenning.

Kommentarer

Sigurður Hálfdanarson Hjarðarbóli Thu, 12/31/2020 - 17:11

Fráfærnamyndin er mest öll tekin í Garði í Aðaldal.
Þar má sjá Benedikt Baldvinsson bónda í Garði , Benedikt Sigurðson bónda á Hjarðarbóli ,Skarpéðinn Guðmundsson bónda í Garði , Skapta Benediktsson ráðunaut í Garði , og mjaltakonurnar eru Guðný Benedikdsdóttir Garði og Guðrún Jónsdóttir Hjarðarbóli og fleiri væri sjálfsagt hægt að nafngreina.
torfbærinn sem mjaltafólkið kemur út úr er Þverárbærinn í Laxárdal.

Kvikmyndasafn Íslands Wed, 02/24/2021 - 16:25

Sigurður Hálfdánarson hafði sambandi við Ísland á filmu og benti á að á 16. mínútu megi sjá Laxá í Aðaldal og að almennt sé myndin klippt úr myndefni að norðan og sunnan sitt á hvað. Gaman að því.

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk