Myndir

Hnattflug 1924

Loftur Guðmundsson, 1924, 5 min., Þögul

Koma flugkappanna Erik H. Nelson og Lowell H. Smith til Reykjavíkur þann 3. ágúst árið 1924 var liður í fyrstu flugferðinni sem farin var umhverfis jörðina. Ferðin var farin af 8 manna liði bandarískra flugliða og tók 175 daga. Eftir lendingu á Reykjavíkurhöfn í stífri norðanátt var flugmönnunum fagnað við höfnina. Flugvélin var svo færð á land framan við hús Eimskipafélagsins þar sem hún var lagfærð. Eldsneyti var sett á vélina úti á höfninni áður en hún hélt för sinni áfram til Grænlands. Einnig má sjá flugbát ítalans Antonio Locatelli lenda á ytri höfninni en hann og liðsmenn hans gerðu einnig tilraut til hnattflugs og hugðust fylga bandarísku leiðangursmönnum hluta af leið.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk