Myndir

Fréttamynd 1946-1956

Óskar Gíslason, 1950, 18 min., Þögul

Fréttamynd Óskars Gíslasonar frá miðbiki síðustu aldar. Sýnt er frá fjölsóttu víðavangshlaupi í Reykjavík. Lúðrasveit spilar á Austurvelli. Áramótabrenna og strætisvagnar Reykjavíkur. Þá eru nokkur myndskeið frá sjómannadagshátíðahöldum þar sem Sveinn Björnsson forseti ávarpar þjóðina frá svölum Alþingishússins. Blómsveigur er lagður á leiði „óþekkta sjómannsins“ og keppt í róðri í Reykjavíkurhöfn. Þá er samkoma í björgunarskýli SVFÍ í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Í lok myndarinnar má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk