Fréttamynd Óskars Gíslasonar frá miðbiki síðustu aldar. Sýnt er frá fjölsóttu víðavangshlaupi í Reykjavík. Lúðrasveit spilar á Austurvelli. Áramótabrenna og strætisvagnar Reykjavíkur. Þá eru nokkur myndskeið frá sjómannadagshátíðahöldum þar sem Sveinn Björnsson forseti ávarpar þjóðina frá svölum Alþingishússins. Blómsveigur er lagður á leiði „óþekkta sjómannsins“ og keppt í róðri í Reykjavíkurhöfn. Þá er samkoma í björgunarskýli SVFÍ í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Í lok myndarinnar má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Efnisorð
Þátttakendur
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina