Myndefni frá vígslu Þjóðleikhússins árið 1950. Boðsgestir mæta í sínu fínasta pússi en þó nokkur mannfjöldi hefur safnast saman á Hverfisgötunni til að verða vitni að þessum tímamótum í íslenskri menningu. Sýnt er frá hátíðardagskrá. Formaður þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, flutti ávarp en Páll Ísólfsson stjórnaði tónlistarflutningi, lesnar voru upp kveðjur og færðar gjafir. Fyrsta leikverkið sem sett var á svið var Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson en hann hafði verið ötull baráttumaður fyrir byggingu Þjóðleikhússins. Í lokin má sjá myndefni af Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra við störf á skrifstofu sinni.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina