Myndir

Fréttamynd 1946-1956

Óskar Gíslason, 1950, 18 min., Þögul

Fréttamynd Óskars Gíslasonar frá miðbiki síðustu aldar. Sýnt er frá fjölsóttu víðavangshlaupi í Reykjavík. Lúðrasveit spilar á Austurvelli. Áramótabrenna og strætisvagnar Reykjavíkur. Þá eru nokkur myndskeið frá sjómannadagshátíðahöldum þar sem Sveinn Björnsson forseti ávarpar þjóðina frá svölum Alþingishússins. Blómsveigur er lagður á leiði „óþekkta sjómannsins“ og keppt í róðri í Reykjavíkurhöfn. Þá er samkoma í björgunarskýli SVFÍ í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Í lok myndarinnar má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega.

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk