Myndir

Reykjavík vorra daga, fyrri hluti

Óskar Gíslason, 1946, 110 min., Þögul

Reykjavík vorra daga er kvikmynd í tveimur hlutum eftir Óskar Gíslason. Í þessari mynd eru öllum helstu þáttum mannlífs í Reykjavík gerð skil; atvinnuháttum, menningarlífi, skólamálum, verslun og stjórnsýslu. Myndin sýnir einkar vel þróun byggðar í Reykjavík og sjá má myndir frá öllum hverfum borgarinnar. Í upphafi myndar er par að spjalla saman á Hressingarskálanum. Parið fer síðan í útsýnisflug yfir Reykjavík. Í kvikmyndinni er fjallað um ýmsar stofnanir og framkvæmdir. Farið er að Elliðaánum, að Sogi og fjallað um hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Sýndar eru byggingar og stofnanir svo sem Landspítalinn, Háskóli Íslands og Sundhöllin og elliheimilið Grund. Sýnd er gatnagerð, ýmsar byggingaframkvæmdir og braggahverfi. Nokkrir listamenn eru heimsóttir í myndinni og má þar nefna Einar Jónsson, Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Ríkarð Jónsson og Guðmund Einarsson.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk