Myndir

Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974

Vilhjámur Knudsen, Ósvaldur Knudsen, 1974, 32 min., Tal

Árið 1874 var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum til að fagna 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar. Við þetta tilefni afhenti Kristján IX íslendingum fyrstu stjórnarskrána en samkvæmt henni fékk Alþingi takmarkað löggjafarvald og fjárforræði. Markaði sá atburður þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Árið 1974 var svo ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað á Þingvöllum. Sólin skein á gesti sem fjölmenntu á Þingvöll til að fylgjast með dagskránni. Mynd Vilhjálms og Ósvalds Knudsen gerir grein fyrir hátíðinni og sögulegu samhengi hennar.

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk