Myndir

Eldur í Heimaey

Ósvaldur Knudsen, Vilhjálmur Knudsen, 1974, 31 min., Tal

Þessi merkilega mynd feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu ógnvænlega veldi. Aðfararnótt 23. janúar 1973 hófst kraftmikið eldgos rétt austan við byggðina á Heimaey, með ótrúlega skjótum hætti tókst að bjarga öllum bæjarbúum og var það upphafið af miklum björgunaraðgerðum næstu vikur og mánuði. Ósvaldur og Vilhjálmur ásamt fleiri myndatökumönnum fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd.

Eldur í Heimaey vakti mikla athygli erlendis og var sýnd á kvikmyndahátíðum og í sjónvarpi í fjölda landa. Eldgosamyndir Ósvaldar Knudsen voru oft mikilvægar heimildir fyrir erlenda fræðimenn sem vildu sýna frá þeim við kennslu og fyrirlestra og er Eldur í Heimaey engin undantekning þar á.

Ósvaldur byrjaði seint að taka kvikmyndir, en fyrstu myndina sýndi hann ekki opinberlega fyrr en hann var tæplega fimmtugur. Það voru myndir af eldgosinu í Heklu sem hófst árið 1947. Fljótlega varð ljóst að Ósvaldur hafði einstakt lag á kvikmyndagerð og hóf hann í kjölfarið að gera kvikmyndir um ýmisleg þjóðleg efni sem vöktu iðulega athygli en eftir Surteyjargosið árið 1963 helgaði hann sig aðallega eldgosamyndum.

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk