Árið 1963 hófst eldgos suðvestan við Vestmannaeyjar og með miklum gosstrókum og sprengingum reis Surtsey úr hafinu. Surtur fer sunnan lýsir hamförunum í ákaflega vel og ber kvikmyndagerð Ósvaldar Knudsen gott vitni. Ótrúleg myndskeið Ósvaldar af eldsumbrotunum undir rafmagnaðri tónlist Magnúsar Blöndal skapa hér nýjar víddir í íslenskri kvikmyndagerð. Myndin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut mikið lof hér á landi, en þó ekki síst þó erlendis þar sem hún var sýnd á kvikmyndahátíðum og í sjónvarpi um allan heim.
Ósvaldur Knudsen var einn áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður 20. aldar á Íslandi og eldgosamyndir hans voru ekki bara merkilegar heimildir um miklar hamfarir heldur listaverk um sköpunarkraft og eyðileggingu náttúrunnar. Ægilegar drunur eldgossins eru nýttar í framúrstefnulegri tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannessonar og til verður eldgosaheimur sem áhorfendum er boðið inn í.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Handrit
Efnisorð
Þátttakendur
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina