Myndir

Halldór Kiljan Laxness

Ósvaldur Knudsen, 1962, 24 min., Tal

Í þessari mynd gerir Ósvaldur Knudsen lífi og störfum Halldórs Kiljan Laxness skil. Í upphafi myndarinnar er ljóðrænn og tilraunakenndur kafli þar sem Ósvaldur skapar stemningu með því að blanda saman skuggamyndum af fólki á gangi. Þá er fjallað um þau merku tímamót þegar skáldið tók við nóbelsverðlaununum í Stokkhólmi árið 1955. Einnig er fylgst með skáldinu í hans daglega lífi með eiginkonu sinni Auði Sveinsdóttur og dætrunum Sigríði og Guðnýju. Halldór stundar ritstörf sín í Gljúfrasteini, sinnir ýmsum erindum og fer í gönguferðir. Einnig er sýnt brot úr leikritinu Stompleikurinn sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu haustið 1961.

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk