Myndir

Skálholt, rannsóknir 1954

Ósvaldur Knudsen, 1956, 17 min., Tal

Sýnt frá uppgreftri og rannsókn hins gamla kirkjugrunns í Skálholti árið 1954, þar sem ýmsar fornminjar koma í ljós. Meðal þess tilkomumesta sem upp var grafið var steinkista Páls biskups Jónssonar sem lést árið 1211. Kistan er tilhöggvin úr móbergi og vel varðveitt, utan þess að lokið er þríbrotið. Í kistunni var, auk beina Páls, húnn af fagurlega útskornum bagli. Einnig eru í kvikmynd Ósvaldar svipmyndir frá Skálholtshátíðinni 1956 sem haldin var til minningar um níu alda biskupsdóm á Íslandi. Hátíðin þótti takast mjög vel og var ein fjölmennasta og veigamesta samkoma, sem haldin hafði verið. Textahöfundur og þulur myndarinnar er Dr. Kristján Eldjárn en hann hafði einnig yfirumsjón með uppgreftrinum í Skálholt ásamt Håkon Christie, Gísla Gestssyni og Jóni Steffensen.

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk