Myndir

Austur Húnaþing 1951-1955 (fyrri hluti)

Kjartan Ó. Bjarnason, 1955, 37 min., Tal
DA

Mynd sem Kjartan Ó. Bjarnason gerði fyrir Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu. Björn Bergmann, kennari á Blönduósi er þulur. Myndin sýnir svipmyndir af perlum Austur Húnaþings. Meðal annars sjást Vatnsdalur, Króksbjarg og Fossárfoss, Laxá á Ásum, Ásbúðir, Ásmundur Árnason bóndi í Ásbúðum, Langidalur, Skagaströnd, Hafnir, helstu kennileiti við Blönduós og rafstöðin við Sauðanes. Svipmyndir frá Héraðsmóti Ungmennasambands Austur-Húnvetninga árið 1950. Guðmundur Jónasson bóndi í Ási. Stefán Jónsson námsstjóri. Sigurður Ólafsson syngur. Páll Kolka héraðslæknir flytur kvæði. Skrúðganga íþróttafólks. Nemendur Kvennaskólans. Keppni í spretthlaupi, kringlukasti, hástökki og spjótkasti. Guðmundur Jónasson formaður Ungmennasambandsins afhendir verðlaun. Snorri Arnfinnsson formaður Ungmennafélagsins Hvatar.

Fyrri hluti myndarinnar. Sjá seinni hluti
 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk