Myndir

Stofnun lýðveldis á Íslandi (seinni hluti)

Kjartan Ó. Bjarnason, 1944, 24 min., Tal
DA

Mynd sem Þjóðhátíðarhátíðarnefnd lét gera um stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Þulur er Pétur Pétursson, þulartextinn var settur á myndina nokkrum árum eftir frumsýningu hennar eða árið 1951. Kjartan Ó. Bjarnason, Vigfús Sigurgeirsson og Eðvarð Sigurgeirsson voru tökumenn og einnig Jón Sen. Myndin heppnaðist illa þar sem ákveðið var eftir hátíðina að hafa ræðurnar með í myndinni, en þá var ekki nægilegt myndefni til að dekka það. Brugðið var á það ráð að afrita myndskeið og spila þau aftur og aftur til að myndskreyta ræðurnar. Það sést vel hversu misjöfn gæðin eru á myndefninu og hversu oft þau endurtaka sig. 
Myndir af hátíðahöldunum á völlunum á Þingvöllum 17. júní 1944, en þar fór síðari hluti þeirra fram með ræðum, tónlist, íþróttasýningu og fleiru. Hápunktur hátíðahaldanna þegar kveðja frá Kristjáni X. danakonungi var lesin upp af Birni Þórðarsyni forsætisráðherra. Hátíðarljóð Huldu skáldkonu lesið upp sem og ljóð Jóhannesar úr Kötlum Land míns föður. Myndir frá hátíðarhöldunum í Reykjavík 18. júní sem fram fóru við Austurvöll og fyrir framan Stjórnarráðið. Formenn allra stjórnmálaflokka flytja ræður sem og Sveinn Björnsson forseti Íslands. Myndin endar á fleiri svipmyndum af landinu.

Sjá fyrri hluti

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk