Myndir

Íslensk húsdýr

Kjartan Ó. Bjarnason, 25 min., Þögul

Kvikmynd sem unnin var af Kjartani Ó. Bjarnasyni um íslensk húsdýr. Kjartan tók upp ýmsar kvikmyndir frá Íslandi um miðja öldina sem hann sýndi síðan í sýningaferðum um Danmörku, og víðar, sem og á Íslandi. Þessar kvikmyndir voru sjaldnast fullbúnar og með titlum svo Kjartan gat raðað saman myndum með misjöfn þemu eftir því hvað hentaði. Íslensk húsdýr er dæmi um slíkt. Kjartan tók það kvikmyndaefni sem hann átti af húsdýrum og klippti saman. Myndefnið er því frá ólíkum tíma, sennilega tekið upp á 20 ára tímabili, og ekkert eiginlegt handrit sem lá fyrir svo þetta eru fremur svipmyndir en eiginleg kvikmynd. Íslensk húsdýr barst Kvikmyndasafni Íslands í gegnum Fræðslumyndasafn ríkisins.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk