Árið 1949 frumsýndi Kjartan Ó. Bjarnason kvikmyndina Við straumana sem gerð var að tilhlutan Stangaveiðifélags Reykjavíkur á tíu ára afmæli félagsins. Myndin var um klukkustund að lengd en ekki hafa varðveist nema um 15 mínútur af þeirri mynd. Laxveiðar á Íslandi svipar mjög til Við straumana en er þó ekki að öllu leyti eins. Hún var í eigu Fræðslumyndasafn ríkisins áður en hún kom til vörslu hjá Kvikmyndasafni Íslands. Það eru því líkur á að hér sé um að ræða styttri útgáfu Við straumana sem útbúin var síðar. Í myndinni má sjá laxaklak, laxveiðiár og veiðiaðferðir.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Efnisorð
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina