Myndir

Laxveiðar á Íslandi

Kjartan Ó. Bjarnason, 1949, 10 min., Þögul

Árið 1949 frumsýndi Kjartan Ó. Bjarnason kvikmyndina Við straumana sem gerð var að tilhlutan Stangaveiðifélags Reykjavíkur á tíu ára afmæli félagsins. Myndin var um klukkustund að lengd en ekki hafa varðveist nema um 15 mínútur af þeirri mynd. Laxveiðar á Íslandi svipar mjög til Við straumana en er þó ekki að öllu leyti eins. Hún var í eigu Fræðslumyndasafn ríkisins áður en hún kom til vörslu hjá Kvikmyndasafni Íslands. Það eru því líkur á að hér sé um að ræða styttri útgáfu Við straumana sem útbúin var síðar. Í myndinni má sjá laxaklak, laxveiðiár og veiðiaðferðir.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk