Árið 1949 var hafist við gerð myndar um Skagafjörð sem kostuð var af: Kaupfélögum Skagfirðinga, Hofsóss og Haganesvíkur auk Búnaðarsambands Skagafjarðar, Sauðárkróksbæjar, Ungmennasambands Skagfirðinga og Hestamannafélaginu Stíganda. Kjartan Ó. Bjarnason var ráðinn til verksins og fóru tökur fram á árunum 1949 til 1951 og mögulega árið 1952. Meðal efnis sem sjá má á myndinni er: dúntekja í Lóni í Viðvíkursveit, silungsveiði í net við Bæ á Hofströnd, heyskapur á Flugumýri og fleira.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina