Mynd sem Þjóðhátíðarhátíðarnefnd lét gera um stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Þulur er Pétur Pétursson, þulartextinn var settur á myndina nokkrum árum eftir frumsýningu hennar eða árið 1951. Kjartan Ó. Bjarnason, Vigfús Sigurgeirsson og Eðvarð Sigurgeirsson voru tökumenn og einnig Jón Sen. Myndin heppnaðist illa þar sem ákveðið var eftir hátíðina að hafa ræðurnar með í myndinni, en þá var ekki nægilegt myndefni til að dekka það. Brugðið var á það ráð að afrita myndskeið og spila þau aftur og aftur til að myndskreyta ræðurnar. Það sést vel hversu misjöfn gæðin eru á myndefninu og hversu oft þau endurtaka sig.
Myndin hefst á fallegum svipmyndum af Íslandi og myndum af þingmönnum á Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Sýnt er frá heimsókn Þjóðhátíðarnefndar til Hrafnseyrar við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar áður en myndir af kosningunum um afnám sambandslaganna 20. til 23. maí í Miðbæjarskólanum sjást. Hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík en stærstur hluti þeirra fór fram í slagviðri á Þingvöllum, þar sem sambandslögin voru felld úr gildi, lýðveldið Ísland stofnað og Sveinn Björnsson kjörinn forseti.
Fyrri hluti myndarinnar. Sjá seinni hluti.
Tegund
Category
Land
Kvikmyndataka
Þátttakendur
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina